Fréttir

Knattspyrna | 14. ágúst 2007

MYNDIR: Aftur tap gegn Blikum

Það gengur lítið upp hjá okkar mönnum þessa dagana og eftir tap gegn Breiðabliki er ljóst að við verjum ekki bikarmeistaratitilinn í ár.  Annað tapið gegn Blikum á nokkrum dögum leit dagsins ljós á Kópavogsvelli þegar Breiðablik vann 3-1 í 8 liða úrslitum bikarsins.  Nú þurfum við að rífa okkur upp eftir dapurt gengi og klára deildina með sóma.  Eins og maðurinn sagði: nú getum við einbeint okkur að deildinni.  Hér koma nokkrar myndir sem Jón Örvar tók í Kópavoginum.



Vörnin hafði í nógu að snúast.


Guðjón í baráttunni.


Blikar komast yfir og ekki lagaðist það.


Slagur í teignum.


Og Pétur skorar af harðfylgi.


Markinu fagnað en það dugði skammt að þessu sinni.