Fréttir

Knattspyrna | 17. maí 2005

MYNDIR: Ágætur leikur en tap gegn FH

Landsbankadeildin fór af stað með pompi og pragt þegar Keflavík tók á móti FH á Keflavíkurvelli.  Vel var mætt á völlinn enda gott fótboltaveður og aðstæður allar eins og best verður á kosið.  Ekki voru úrslitin jafn ánægjuleg, a.m.k. ekki fyrir okkur, en margt gott sást til Keflavíkurliðsins í leiknum.  Hér fylgja nokkrar myndir sem Eygló Eyjólfsdóttir tók á leiknum.


Liðin ganga út á völlinn.


Keflavíkurliðið til í slaginn.


Gestur blíður við einn FH-inginn.


Ingvi sækir að markinu.


Barátta við mark gestanna.


Hætta við mark FH.


Höddi á ferðinni.


Hreinsað frá marki Keflavíkur.


Höddi gefur fyrir.


Skrifað undir samning í leikhléinu.


Keflvíkingar verjast.


Gummi tekinn niður og leikurinn búinn hjá honum.


Heimir messar yfir dómaranum.


Það var vel mætt á völlinn.


Brian ekki hress..., hann var svona langt fyrir innan...