MYNDIR: Átta mörk í einum leik!
Á 6. áratug síðustu aldar lék Jerry Lewis í kvikmyndinni Rock-A-Bye-Baby sem í íslenskum bíóhúsum hét því skemmtilega nafni Átta börn á einu ári. Leikmenn Breiðabliks og Keflavíkur buðu líka upp á skemmtun á dögunum en í þetta skipti voru það átta mörk í einum leik. Eygló Eyjólfsdóttir var mætt með myndavélina og tókst meira að segja að ná myndum af öllum mörkum Keflavíkur í leiknum.

Haukur Ingi strax kominn í gegn...

...og skorar laglega.

Haukurinn og félagar fagna vel.

Maggi mundar skotfótinn.

Og þessi steinliggur!

Jói fagnar...

...og fleiri með.

Hörkuskalli í stöngina.

Haukur Ingi undirbýr aukaspyrnu.

En Ingvar ver með miklum tilþrifum.

Ánægjulegt að sjá Nicolai aftur á vellinum.

Magnús Þórir minnkar muninn í 3-4 með sínu fyrsta marki fyrir Keflavík.

Fagnað og enn er von...

Bjarni fellur í völlinn eftir að hafa látið vaða á markið...

...og staðan orðin 4-4!

Næstum því 5-4 en ekki alveg.

Menn brostu í kampinn í leikslok.

"Kristján, við þurfum báðir að laga varnarleikinn..."

Ungu strákarnir, Bojan Stefán og Magnús Þórir.
