MYNDIR: Bikardraumurinn endaði í Kópavogi
Það varð ljóst á Kópavogsvelli í gærkvöldi að við verjum ekki bikarmeistaratitilinn frá í fyrra. Það var lið HK sem sá til þess með 1-0 sigri á okkar mönnum. Það er einmitt sama markatala og í leik liðanna í undarúrslitum VISA-bikarsins síðasta sumar. Þá skoruðu HK-menn einnig markið en í eigið mark. Í þetta skipti lenti boltinn í markinu hinum megin og HK-liðið er því komið í 8 liða úrslit keppninnar og er eina liðið þar sem ekki leikur í Landsbankadeildinni. Við óskum þeim góðs gengis í keppninni og rifjum upp gamla speki: Nú getum við einbeitt okkur að deildinni.
Myndir: Eygló Eyjólfsdóttir.

Fyrirliðarnir og dómaratríóið.

Baldur í baráttunni.

Stefán í færi...

...og skorar en er dæmdur rangstæður.

Gulli slær þennan yfir.

Branko með þennan á hreinu.

Höddi í góðu færi en tókst ekki að skora.

Gulli ver meistaralega og boltinn rétt framhjá.
