MYNDIR: Bikarinn búinn í ár
Þátttöku Keflavíkur í VISA-bikar karla er lokið í ár. Eins og í fyrra vorum við slegnir út í 8 liða úrslitum keppninnar. Eins og í fyrra kom tapið á útivelli. Og eins og í fyrra var það Breiðablik sem sá um að binda endi á þátttöku okkar í bikarnum. Eins og maðurinn sagði; þetta fer að verða soldið þreytandi. Leikurinn var hins vegar fjörugur og skemmtilegur enda hafa bæði liðin leikið skemmtilega knattspyrnu það sem af er sumri. Guðjón Árni Antoníusson og Guðmundur Steinarsson skoruðu mörk Keflavíkur en Jóhann Berg Guðmundsson skoraði tvö marka Blika og það var svo Magnús Páll Gunnarsson sem tryggði þeim sigur skömmu fyrir leikslok. Þannig fór um sjóferð þá og nú er bara að einbeita sér að deildinni.
Eygló Eyjólfsdóttir var að sjálfsögðu mætt í Kópavoginn og hér kemur myndasyrpa hennar frá leiknum. Þar á meðal eru skemmtilegar myndir af mörkum okkar manna sem voru bæði stórglæsileg. Við minnum á að hægt er að skoða allar myndasyrpur sumarsins undir Myndagallerí í listanum hér til vinstri.
Byrjunarliðið tilbúið í slaginn.
Guðjón búinn að spóla sig í gegn og lætur vaða...
...og boltinn syngur í netinu.
En það má skora í vítateig!
Guðjóni vel fagnað enda markið glæsilegt.
Guðjón aftur kominn í sóknina.
Casper hirðir þennan. Jasper og Jónatan hvergi sjáanlegir.
Guðjón enn í sókninni.
Jóhann Birnir bíður eftir að komast inn á.
Jói kominn í sóknina en þessi fór rétt framhjá.
Símun með fyrirgjöfina...
...og Gummi skallar boltann í netið.
Glæsilega gert og vel fagnað.
Allt lagt undir og Guðjón kominn inn í teig...
...og Maggi kemst í færi en allt kemur fyrir ekki.