Fréttir

Knattspyrna | 4. júlí 2008

MYNDIR: Bikarsigur í bikarleiknum gegn bikarmeisturunum

Það var líf og fjör í blíðunni á Sparisjóðsvellinum þegar Keflavík tók á móti bikarmeisturum FH í 16 liða úrslitum VISA-bikarsins.  Ekki spillti það ánægjunni að okkar lið vann góðan 3-1 sigur og tryggði sér þannig sæti í 8 liða úrslitum keppninnar.  Hinn eitursnjalli hirðljósmyndari heimasíðunnar, Eygló Eyjólfsdóttir, var að sjálfsögðu á leiknum og hér kemur enn ein skemmtileg myndasyrpan frá henni.  Syrpan er óvenjuvegleg að þessu sinni enda af nógu að taka og í henni eru m.a. skemmtilegar myndir af öllum mörkum Keflavíkur í leiknum.


Dómaratríóið átti prýðisleik.


Daði er á undan í þennan.


Keflavík verst og Guðjón fellur í valinn.


Guðjón liggur með opið sár og Einari Orra líst ekki á blikuna.


Gummi sloppinn í gegn og ekki að sökum að spyrja...


Forystunni vel fagnað.


Sótt að marki gestanna.


Haddi í klemmu en gefur ekkert eftir.


Símun með skemmtilega "stoðsendingu"...


...Guðjón risinn upp frá dauðum...


...og bakvörðurinn klárar þetta eins og reyndur framherji.


Mönnum leiðist ekki.


Og eitt Stuðmannahopp!


Guðjón ekkert á því að stoppa.


Gaman hjá þessum líka.


Fjör á bekknum.


Ómar átti stórleik og kýlir þennan frá.


Það fer ekkert framhjá Hadda í þessum ham.


Fyrirliðinn stendur í ströngu.


Þröng á þingi og skallað frá.


Og þá var komið að gestunum að verjast.


Gaui vígalegur!


"Ætli við getum ekki fengið þessa lyftu aðeins lánaða?"


Boltinn í netinu og Ómar ekki par sáttur.


Redo ekki lengi að svara því.  Sloppinn einn í gegn...


...og rennir boltanum laglega framhjá Daða.


Vel fagnað enda staðan orðin 3-1.


Sigrinum fagnað.


Þakkað fyrir stuðninginn sem var frábær.


Guðjón hinn vígalegi og félagar ánægðir með dagsverkið.


Góður!  Brynjar átti góðan leik og fær þakkir.


Almenn ánægja hjá markvarðafélaginu.  Ómar og Jón Örvar.