MYNDIR: Bikarsigur í hörkuleik
Það er óhætt að segja að leikur ÍA og Keflavíkur í 8 liða úrslitum VISA-bikarsins hafi verið bikarslagur af bestu gerð. Glæsileg mörk, umeild atvik og háspenna fram á síðustu mínútu. Ekki skemmdi fyrir að úrslitin voru okkur í hag að þessu sinni! Okkar menn hafa verið á skotskónum að undanförnu og mörkin fjögur á Skaganum eru öll í myndasyrpu frá Eygló Eyjólfsdóttur sem hér fer á eftir.
Hætta við mark Skagamanna.
Þórarinn lætur vaða af 25 metrunum...
...boltinn efst í bláhornið og staðan 0-1.
Og Þórarinn fagnar að sjálfsögðu hressilega.
Drummerinn líka ánægður.
Guðjón sparkaður niður í teignum og víti dæmt.
Guðjón studdur af velli en fór fljótt inn á aftur.
Guðmundur Steinars skorar úr vítinu og staðan 1-2.
Guðmundur kominn í gegn eftir frábæra sendingu frá Hómari...
...og boltinn í netinu eftir skot Guðmundar.
Markinu fagnað á viðeigandi hátt.
Boltinn í netinu eftir frábært skot frá Símun sem lyfti boltanum yfir Bjarka.
Símun fagnar vel og innilega.
Þetta hlýtur að koma til greina sem „Fagn ársins“.
Bjarki markvörður Skagamanna kominn í skallaeinvígi langt fyrir utan teig.
Öllu tjaldað til og Bjarki kominn í sóknina.
Liðið þakkar fjölmörgum stuðningsmönnum fyrir frábæran stuðning.
Branko afmælisbarn, Kenneth og Baldur ánægðir með lífið.
Þorsteinn Atli kom inn á þegar Mete meiddist.
Kristján þjálfari ánægður með stuðninginn.