MYNDIR: Blautur sigur á Íslandsmeisturunum
Það voru ekki beint kjöraðstæður til knattspyrnuiðkunar (eða nokkurs annars) þegar Íslandsmeistarar FH mættu á Sparisjóðsvöllinn í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar. Okkar menn létu það ekkert á sig fá og unnu góðan sigur sem gefur góð fyrirheit um framhaldið í sumar. Eygló Eyjólfsdóttir var mætt með myndavélina og smellti af nokkrum myndum í bleytunni og rokinu.