Fréttir

Knattspyrna | 18. september 2008

MYNDIR: Blautur sigur gegn Blikum

Keflavík er komið í lykilstöðu á toppi Landsbankadeildarinn eftir 3-1 sigur gegn Breiðabliki.  Á sama tíma tapaði FH og því munar átta sigum á liðunum þegar Keflavík á eftir að leika tvo leiki en FH þrjá.  Sigurinn á Sparisjóðsvellinum var í raun öruggur gegn hinu öfluga liði Blika.  Liðið lék góða knattspyrnu og menn létu erfiðar aðstæður ekkert á sig fá.  Þrátt fyrir að sækja meira allan leikinn voru okkar menn undir í hálfleik eftir glæsimark Jóhanns Bergs Guðmundssonar rétt fyrir hlé.  Í upphafi seinni hálfleiks jafnaði Patrik muninn, Guðmundur fyrirliði kom okkar mönnum yfir og Patrik gulltryggði sigurinn undir lokin.  Keflavík getur því tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með jafntefli gegn FH næsta sunnudag en þá mætast toppliðin tvö í Kaplakrika kl. 16:00.

Eygló Eyjólfsdóttir var mætt í rigningunni og smellti af nokkrum myndum sem koma hér.


Hallgrímur átti enn einn stórleikinn og er hér í baráttu við Marel.


Ein af mörgum sóknum að marki Blika.


Símun sækir að Casper.


Símun lætur vaða.


Patrik í færi en það nýttist ekki frekar en önnur færi í fyrri hálfleiknum.


Hólmar Örn lætur til sín taka í teignum.


Enn ein sóknin en Casper vel á verði.


Seinni hálfleikurinn rétt byrjaður og Patrik kominn í færi...


...og skorar af öryggi.


Félagarnir sáttir með markaskorarann.


Gummi í einu af mörgum færum í leiknum.


Blikar enn í nauðvörn.


Gummi búinn að senda hann í bláhornið og Keflavík komið yfir.


Markinu og forystunni vel fagnað.


Markaskorararnir fallast í faðma.


Patrik búinn að skora aftur og er bara frekar hress.


Ómar var öruggur í markinu.


Maggi nýkominn inn á og strax kominn í færi.


Strákarnir fagna góðum sigri.


Kristján, Falur og Jón Örvar líka vel sáttir.