MYNDIR: Bleyta og tap gegn Breiðablik
Það voru ekki beint góðar aðstæður til knattspyrnuiðkunar þegar Keflavík og Breiðablik mættust í Landsbankadeildinni. Stöðug rigning og völlurinn á floti sem var ekki heppilegt fyrir tvö lið sem leika yfirleitt skemmtilega knattspyrnu. Að þessu sinni voru það leikmenn gestanna sem létu aðstæður ekki á sig fá og unnu öruggan 3-0 sigur. Hér koma nokkrar myndir sem Jón Örvar tók af rigningunni á Keflavíkurvelli.
Það er allt á floti...
...alls staðar.
Keflavík í vörn en Ómar tekur þennan.
Jónas á ferðinni í bleytunni.
Blikar skora fyrsta markið.
Kannski best að geyma boltann bara þarna.
Pétur var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn og stóð fyrir sínu.