MYNDIR: Dýrkeyptur sigur í Eyjum
Keflavíkurliðið innbyrti sinn fyrsta sigur í Landsbankadeildinni í sumar með 3-2 sigri gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Tölurnar gefa ekki rétta mynd af gangi leiksins en okkar menn voru duglegir við að skjóta í slá og stöng en seinna mark Eyjamanna kom á síðustu sekúndum leiksins. Sigurinn var hins vegar dýr en Ingvi Rafn Guðmundsson fótbrotnaði eftir gróft brot og leikur ekki meira með liðinu í sumar. Þetta er mikil blóðtaka fyrir liðið og mikil vonbrigði fyrir Ingva sem hefur verið að leika frábærlega.
Myndir: Jón Örvar Arason
Puma-sveitin mætti snemma á Bakka.
Höddi í baráttunni.
Fyrsta markinu fagnað.
Sveitin fagnar og Oddur í símann.
Tveir góðir
Guðmundur Steinarsson, eða bara Gummi Steinars.
Ómar sparkar frá markinu.
Öðru markinu fagnað.
Kristján sallarólegur á hliðarlínunni.
Ingvi í dauðafæri.
Ingvi skoraði 3ja markið. En stuttu seinna...
Brotið á Ingva. Viðbrögð Eyjamanna á ýmsa vegu.
Guðjón messar yfir Páli sem er vel varinn af samherjum.
Tímabilið búið hjá Ingva og dómarinn að afsaka sig, eins og ég sá það.
Hörður Sveinsson brettir upp ermarnar.
Guðjón fékk léttan olnboga.
Hólmar Örn átti góðan leik.
Enn hætta við mark Eyjamanna.
Brian skammar landa sinn fyrir rauða spjaldið.
Gestur hvetur menn sína áfram.
Strákarnir þakka Puma-sveitinni stuðninginn.
Kristján í viðtali.
Tveir klassagóðir, Brian og Gestur.