Fréttir

Knattspyrna | 12. ágúst 2008

MYNDIR: Dýrmætur sigur á Skipaskaga

Spennan heldur áfram á toppi Landsbankadeildarinnar eftir að toppliðin unnu sína leiki í 15. umferðinni.  Okkar menn fóru upp á Skaga og unnu þær mikilvægan sigur á liði ÍA þar sem lokatölur urðu 4-1 í fjörugum leik.  Símun skoraði snemma leiks og Guðmundur bætti við marki úr glæsilegri aukaspyrnu.  Arnar Gunnlaugsson minnkaði muninn úr annarri frábærri aukaspyrnu en Patrik tryggði sigurinn með tveimur mörkum eftir að hafa komið inn á sem varamaður.  Óhætt er að segja að bæði lið hafi sótt af krafti og mörkin hefðu hæglega getað orðið mun fleiri á báða bóga.  Heimamenn sýndu oft góð tilþrif og fengu þó nokkur tækifæri til að jafna leikinn en tókst ekki að sigrast á Ómari en drengurinn átti frábæran leik.  Það er líka ástæða til að þakka Skagamönnum góðar móttökur og kjúklingasalatið sem stuðningsmenn þeirra buðu gestum og gangandi að smakka á og bragðaðist vel.  Eftir leikinn er Keflavík enn einu stigi á eftir toppliði FH en Skagamenn berjast í bökkum á botni deildarinnar. 

Jón Örvar hafði í nógu að snúast við að fylgjast með fjörinu og hér koma nokkrar myndir frá leiknum.


Okkar fólk lét sig ekki vanta á Skagann.


Leikurinn nýhafinn og Símun búinn að skora.


Aukaspyrna og fyrirliðinn stillir sér upp...


Og boltinn endar í bláhorninu!  Mörkin gerast ekki mikið glæsilegri.


Fyrirliðanum vel fagnað og ástæða til.


Færeyjar gegn Danmörku.


Sótt að marki ÍA.


Önnur glæsileg aukaspyrna og heimamenn minnka muninn.


"Rólegir strákar".


Það þarf líka að verjast...


Stillt upp á vegg.


Ekki aftur, góði! Ómar ver aukaspyrnu frá Arnari með tilþrifum.


Okkar menn í nauðvörn og Skagamenn skalla í slá.


Og hreinsað langt, langt í burtu!


Patrik kom sterkur inn og gulltryggði sigurinn.


Kenneth var traustur að vanda.


Ómar átti frábæran leik í markinu.


Stuðningsmönnunum í stúkunni þakkað fyrir.


Og fólkið í brekkunni fékk líka þakkir.


Fögnuðurinn ekki minni inni á klefa.