MYNDIR: Eitt mark dugði í daufum leik
Okkar menn unnu nauman en kærkominn sigur á Fylkismönnum þegar liðin mættust á Sparisjóðsvellinum á fimmtudagskvöld. Það var reyndar fátt um fína drætti í leiknum en fyrirliðinn Hólmar Örn Rúnarsson sá til þess að öll stigin yrðu eftir hér í Keflavík þegar hann skoraði eina mark leiksins. Hér koma nokkrar myndir sen Eygló Eyjólfsdóttir smellti af á vellinum.
Fyrirliðarnir heilsast.
Gummi Steinars mættur til leiks.
Sótt að marki Fylkismanna.
Alen mættur í sóknina en hefur ekki erindi sem erfiði.
Haukur Ingi að sleppa í gegn...
...en varnarmaður Fylkis bjargar á síðustu stundu.
Hólmar lætur vaða og eina mark leiksins lítur dagsins ljós.
Boltinn í netinu!
Hólmar Örn fagnar en gestirnir ekki eins glaðir.
Fyrirliðinn fagnar með félögum og stuðningsmönnum.
Alen og Lasse stóðu fyrir sínu.
Óárennilegur varnarveggur og Lasse við öllu búinn.
Lasse gefur nokkrar eiginhandaráritanir eftir leik.