MYNDIR: Eitt stig heim úr Laugardalnum
Eftir ansi rysjótt gengi undanfarið náðum við loksins í stig með 2-2 jafntefli gegn Fram á Laugardalsvellinum. Það voru þó vonbrigði að Framarar skyldu ná að jafna undir lokin en svona gengur það. Nú eru aðeins þrjár umferðir eftir í deildinni og það fer hver að verða síðastur að krækja í einhver stig og vonandi ná okkar menn að klára sumarið af krafti. Hér koma nokkrar myndir sem Jón Örvar tók í Laugaradalnum.
Gummi til í slaginn.
Rauði herinn mættur til leiks?
Kenneth til varnar, Gauji og Mete fylgjast með.
Sótt að marki Framara.
Og aftur.
Gummi fagnar góðu marki.
Þessi gefur ekkert eftir frekar en fyrri daginn.
Framararnir í nauðvörn.
Betra að hafa skóna í lagi.