Fréttir

Knattspyrna | 25. júlí 2005

MYNDIR: Enn einn útisigurinn

Keflavík vann góðan útisigur á KR-ingum þegar liðin mættust í Vesturbænum.  Eftir að heimamenn komust yfir í fyrri hálfleik áttu okkar menn leikinn.  Í seinni hálfleiknum endaði boltinn þrisvar sinnum í KR-markinu; Kenneth skoraði í sínum fyrsta leik, Baldur setti sitt fyrsta mark fyrir Keflavík og Hörður skoraði sjötta markið í þremur leikjum.  Hér koma svo myndir sem Eygló Eyjólfsdóttir tók í Frostaskjólinu.


Kristján þjálfari var þokkalega ánægður í leikslok!


Hörður var á skotskónum gegn KR.


Kenneth lék sinn fyrsta leik með Keflavík og átti toppleik.


Baldur í skallaeinvígi.


Hólmar Örn í góðu færi en KR-ingar sluppu með skrekkinn.


Sigurvin og Kenneth.


Hætta við mark KR.


Jöfnunarmarkið í uppsiglingu.


Hólmar leikur á einn KR-inginn og gefur fyrir...


...og Kenneth þrumar honum í netið, 1-1.


Og markinu fagnað.


Menn glaðir eftir jöfnunarmarkið.


Baldur skorar og kemur okkur yfir með góðu skoti.


Og gleðin leynir sér ekki.


Nú er gaman að vera til!


Alltaf gaman að skora í Frostaskjólinu.


Hólmar Örn í þungum þönkum.


Hörður kominn einn inn fyrir...


...leikur á Kristján markvörð sem kom æðandi út...


...og Hörður setur hann í netið.  Staðan orðin 1-3 fyrir Keflavík.


Leikmenn þakka góðan stuðning.  Og þokan orðin áberandi í Vesturbænum.


Kristján þjálfari faðmar fyrirliðann.