Fréttir

Knattspyrna | 20. júlí 2009

MYNDIR: Enn eitt 2-2 jafnteflið

Það er engu líkara en að leikmenn Keflavíkur hafi tekið miklu ástfóstri við lokatölurnar 2-2 því þannig varð niðurstaðan gegn Íslandsmeisturum FH og það í þriðja leiknum í röð.  Jafntefli á útivelli gegn FH-ingum eru auðvitað góð úrslit en kannski er komið nóg af 2-2 leikjum í bili.  Leikurinn í Kaplakrika var annars hinn fjörugasti og okkar menn geta vel við unað eftir að hafa jafnað í blálokin.  Eygló Eyjólfsdóttir tók þessar myndir í blíðunni í Hafnarfirði.


Jói í ham; Bjarni fær gult...


...og Söderlund líka.


Lasse var öruggur að vanda.


Gleðileg sjón; Bói mættur í liðið.


Haukur kominn í færi.


Haukur og Maggi báðir á svæðinu.


Sótt að marki heimamanna.


Það vantaði ekki baráttuna í þennan leik.


Haukur með flotta aukaspyrnu...


...og Guðjón skallar glæsilega í netið.


Markinu fagnað.


Flottur hópur.


Jón Gunnar og Söderlund takast á.


Lasse ver víti og ennþá von...


Leiktíminn að renna út og Símun gefur fyrir...


...og Maggi skorar laglega.


Bekkurinn að tapa sér enda ástæða til.


Jöfnunarmarkinu fagnað og alls konar skilaboð af bekknum.
Þessi í bláu peysunni í stúkunni er ekki jafn ánægður!


Jón Gunnar með skalla í lokin.


Þreyttur Alen þakkar fyrir sig.


Guðjón þakkar fyrir stuðninginn.


Maggi og Jón Gunnar brosa í kampinn.


Hæ fæv!


Nicolai átti fínan leik.