MYNDIR: Enn eitt jafnteflið
Keflavíkurliðið er á góðri leið með að verða sannkallaðir jafntefliskóngar en 2-2 jafnteflið gegn Val að Hlíðarenda var sjötta jafntefli liðsins í 14 leikjum. Það er vonandi að strákarnir fari að knýja fram fleiri sigra í þessum jöfnu leikjum þó að jafntefli á erfiðum útivelli séu ágæt úrslit. Næsti leikur er þó í bikarnum þannig að það verður ekkert jafntefli þar... Eygló Eyjólfsdóttir skrapp á Vodafone-völlinn og tók þessar myndir þar.
Formsatriðin kláruð fyrir leik.
Haukurinn sloppinn í gegn...
...og skorar af öryggi.
Fagnað!
Stillt upp í hópmynd. Átján leikmenn á myndinni...
Og Kjartan ver aukaspyrnuna með harmkvælum.
Jói búinn að negla boltanum í markið.
Staðan orðin 2-2 og Jói fagnar.
Lasse bjargar málunum og ver frá Marel í lokin.