Fréttir

Knattspyrna | 19. júlí 2005

MYNDIR: Enn eitt jafnteflið gegn Eyjamönnum

Keflavík og ÍBV gerðu 2-2 jafntefli Landsbankadeildinni í gærkvöldi.  Okkar menn misstu þar með af dýrmætum stigum en eru enn í 4. sæti deildarinnar með 16 stig eftir 11 leiki. Eyjamenn náðu hins vegar að lyfta sér úr fallsæti og eru nú með 10 stig. Guðmundur Mete lék sinn fyrsta leik fyrir Keflavík, stóð sig með prýði og á örugglega eftir vera sterkur í vörninni.

Keflavíkurliðið var sterkara framan af leiknum og Guðmundur Steinarsson ógnaði marki gestanna nokkrum sinnum en tókst ekki að skora.  Fyrsta markið kom ekki fyrr en á 40. mínútu.  Hörður átti þá góða sendingu á Hólmar en brotið var á honum yst í teignum þegar hann var um það bil að láta vaða á markið.  Hörður tók vítið og skoraði af öryggi, staðan orðin 1-0.  Það sem eftir lifði hálfleiksins sóttu gestirnir hart að marki okkar og var Pétur Óskar Sigurðsson atgangsharður í sókninni.  Fyrst varði Ómar glæsilega hörkuskot frá Pétri og síðan bjargaði Guðjón á síðustu stundu.

Eyjamenn jöfnuðu leikinn strax í upphafi seinni hálfleiks.  Ómar varði þá skot að markinu en boltinn hrökk í Gest og þaðan í netið.  Þriðja sjálfsmark okkar í deildinni í sumar og ekki ólíkt sjálfsmarkinu gegn Fram!  Eftir þetta sóttu Keflvíkingar meira en gestirnir vörðust.  Það var síðan á 66. mínútu sem Ólafur Jón kom okkar mönnum aftur yfir en hann hafði komið inn á fyrir Guðmund skömmu áður.  Jónas tók þá aukaspyrnu frá vinstri og Ólafur skallaði laglega aftur fyrir sig og í fjærhornið án þess að Birkir næði að verja.  Enn á ný tókst okkur ekki að halda forystu og skömmu fyrir leikslok jafnaði Pétur Óskar fyrir ÍBV með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf.  Skömmu áður hafði Guðjón reyndar bjargað á línu á ótrúlegan hátt.  Enn eitt jafnteflið staðreynd.

Myndir: Eygló Eyjólfsdóttir


Höddi í færi.


Barátta í loftinu.


Guðjón gerist ágengur við mark Eyjamanna.


Gummi í dauðafæri en...


skýtur beint á Birki í markinu.


Hörður gefur út á Hólmar Örn...


...sem er sparkaður niður. Víti.


Hörður gerir sig kláran í vítið.


Og skorar örugglega.


Markinu vel fagnað.


Komiði sæl, ég er mættur.


Ómar ver glæsilega.


Hart sótt að marki Eyjamanna.


Þetta átti að vera víti.


Ólafur Jón skallar að marki...


...og skorar þetta líka markið.


Glæsilega gert og markinu fagnað.


Undir Keflavíkurtreyjunni slær Keflavíkurhjarta.


Ólafur Jón í góðu færi en skýtur rétt framhjá.


Guðmundur Mete var traustur.