Fréttir

Knattspyrna | 30. júlí 2007

MYNDIR: Enn tap í Firðinum

Það er óhætt að segja að við Keflvíkingar höfum ekki sótt gull í greipar FH-inga í Hafnarfirðinn undanfarin ár.  Það breyttist ekki þegar liðin mættust í Kaplakrika í Landsbankadeildinni.  Ekki vantaði fjörið eða mörkin en að lokum stóðu heimamenn uppi sem sigurvegarar.  Hér fylgja myndir sem Eygló Eyjólfsdóttir tók á leiknum.



Bjarki stóð í markinu og hirðir hérna boltann.


Skallað að marki...


...og FH-ingar skora.


Sótt að marki Keflavíkur.


Haddi og Branko taka létt dansspor yfir föllnum heimamanni.


Rauða spjaldið á loft.


Baldur liggur óvígur eftir.


Haddi sloppinn í gegn...


...og leikur á Daða...


...sem brýtur á Hadda og dómarinn bendir á vítapunktinn.


Haddi og Daði báðir meiddir.


Marco stillir boltanum upp.


Og skorar af öryggi úr vítinu.


Markinu fagnað.


Sótt að FH-markinu.


FH í vörn en ekki vill tuðran inn.


Tóti kemur boltanum í markið en búið að flagga.


Daði ver vel frá Gumma.


Pétur Heiðar kom inn á.


Baldur ekki hress.


Bjarki kominn í sóknina en allt kemur fyrir ekki.