Fréttir

Knattspyrna | 2. ágúst 2005

MYNDIR: Evrópusigur í Laugardalnum

Keflavík er nú komið í 2. umferð forkeppni Evrópukeppni félagsliða en það varð ljóst eftir góðan 2-0 sigur á FC Etzella frá Lúxemborg.  Okkar menn unnu því 6-0 samanlagt og mæta þýska liðinu 1. FSV Mainz 05 í næstu umferð.  Hér kemur myndasyrpa úr Laugardalnum en það var Eygló Eyjólfsdóttir sem tók myndirnar.


Okkar menn tilbúnir í slaginn.


Byrjunarlið Keflavíkur í Evrópubúningunum.


Jónas átti stórleik að venju.


Etzella-menn beittu öllum brögðum til að stöðva Hörð.


Gummi skallar rétt yfir eftir góðan undirbúning hjá Bóa.


Hörður í strangri gæslu.


Annar skalli en aftur yfir, að þessu sinni frá Baldri.


Drummerinn mættur á svæðið.


Hörður gengur til leikhlés og ekki enn búinn að skora.


Baldur og Gestur stóðu sína vakt í vörninni.


„Strákar, ég er frír!“ Hörður biður um boltann.


Bói átti góða spretti í leiknum.


Einn á móti fjórum.  Lúxemborgararnir áttu við ofurefli að etja að þessu sinni.


Markmaðurinn ver glæsilega aukaspyrnu frá Gumma.


Enn hart sótt að marki gestanna.


Issa kemur boltanum á Hörð...


...sem skorar af öryggi fimmta mark sitt í leikjunum tveimur.


„Ekki hann aftur!“  Etzella-menn ekki beint ánægðir en Hörður og félagar fagna.


Markinu fagnað og minnt á Faxe-bolinn.


Takk fyrir það.


Kristján og Jón Örvar ánægðir með forystuna.


Guðjón fór snemma í sturtu í þetta skiptið.


Markmaðurinn í flugferð í enn einni Keflavíkursókninni.


Gunnar skorar sitt fyrsta mark fyrir Keflavík og staðan orðin 2-0.


Boltinn í netinu og ástæða til að fagna.


Baráttumynd úr Laugardalnum.


Leikurinn búinn og sæti í næstu umferð í höfn.


Þjálfararnir þakka stuðninginn.


Keflavíkurliðið þakkar stuðningsmönnum.


Ánægðir að loknu vel unnu dagsverki.


Og brosa.