MYNDIR: Fjörugt jafntefli gegn Eyjapeyjum
Það var boðið upp á fjörugan fyrri hálfleik þegar okkar menn heimsóttu Eyjamenn í Pepsi-deildinni. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli og komu öll mörkin snemma leiks. Ekki tókst leikmönnum að gera eins vel í síðari hálfleik og mörkin urðu ekki fleiri. Eygló Eyjólfsdóttir lét sig ekki muna um að skreppa til Eyja með myndavélina og hérna kemur afraksturinn.
Það er fallegt í Eyjum...
Nokkrir stuðningsmenn gengu frá flugvellinum á leikinn.
Byrjunarlið Keflavíkur. Og dómararnir fengu að vera með á myndinni...
Hörður sækir að marka heimamanna...
...Magnús Þórir lætur vaða...
...og Haukur Ingi fylgir á eftir og skorar.
Markinu fagnað.
Haukur Ingi aftur á ferðinni...
...og staðan orðin 0-2.
Aftur fagnað.
Haukur Ingi gefur skipanir.
Bjarni bíður eftir að komast inn á eftir meiðsli.
Magnús Þórir með andstæðing í fanginu.
Eyjamenn minnka muninn.
Gaui kominn fram og lætur vaða.
Sótt að marki heimamanna.
Lasse öruggur að vanda.
Stebbi í dauðafæri...
...en Fannar ver. Þannig fór um sjóferð þá.