Fréttir

Knattspyrna | 14. september 2004

MYNDIR: Fjörugur grannaslagur

Það var svo sannarlega fjör á Keflavíkurvelli á sunnudaginn þegar Grindvíkingar mættu í heimsókn.  Þessi Suðurnesjaslagur bauð upp á spennu, fjör og síðast en ekki síst mörk í öllum regnbogans litum.  Að þessu sinni voru það gestirnir sem voru duglegri að skora og settu meira að segja eitt í eigið net.  Hér má sjá nokkrar myndir frá leiknum sem Jón Örvar Arason tók.

 


Bói fagnar fyrsta marki leiksins.


Barátta við mark Grindvíkinga.


Hinir í sókn.


Steini Bjarna á heimaslóðum.


Aukaspyrnan frá Halla á leiðinni í markið.


Halli skorar aftur og kemur okkar mönnum yfir.


Hart sótt að markinu og Steina.