MYNDIR: Forysta í súginn og jafnt gegn Blikum
Keflavík gerði sitt fyrsta jafntefli í Landsbankadeildinni í sumar þegar liðið fór með eitt stig af Kópavogsvelli eftir 2-2 jafntefli við Breiðablik. Okkar menn geta verið nokkuð sáttir við annað stigið úr erfiðum útileik en eru varla ánægðir með að hafa misst niður tveggja marka forystu. Frú Eygló Eyjólfsdóttir var að sjálfsögðu mætt á völlinn og býður hér upp á myndasyrpu úr Kópavoginum.
Allir tilbúnir!
Sjálfsmark í uppsiglingu...
...og boltinn í netinu.
Best að fagna þessu.
Ómar var öruggur í markinu.
Það þurftí líka að verjast.
Hætta við Blikamarkið.
Patrik búinn að setj´ann.
Og honum vel fagnað.
Haddi steinlá og þurfti að fara út af.