Fréttir

Knattspyrna | 19. júlí 2010

Myndir frá 5. flokki kvenna á Símamóti

Það er gaman segja frá því að 5. og 6. flokkur kvenna voru félagi sínu til mikils sóma í blíðunni um helgina á Símamóti Breiðabliks.

 

Keflavík A lið tapaði naumlega fyrir Fylki 2-1 á lokadegi mótsins og því spiluðu stelpurnar við Víking.  Það var hörkuleikur þar sem bæði lið fengu fín færi.  Keflavík skoraði þegar um hálf mínúta var eftir af leiknum og þar með urðu stelpurnar í 7. sæti.  Athugið úrslit úr þessum leik eru rangt skráð á heimasíðu Símamótsins.

B-liðið tapaði í morgun fyrir Fylki 2-0 um að komast í úrslitaleikinn.  Þær spiluðu því um 3. sætið en sá leikur tapaðist á móti Breiðabliki.  Niðurstaðan er því 4. sæti sem er alveg frábær árangur.

C- og D-liðin komust ekki í 8 liða úrslit og því spiluðu þau fyrst í krossspili og síðan voru jafningjaleikir eftir krossspilið.

Eins var með 6. flokkinn.   Hann var að standa sig alveg ágætlega en voru samt frekar óheppnar og úrslit duttu ekki með þeim í einhverjum leikjum þótt þær hafi verið betri.  Flokkurinn var síðan valin með besta umgengnina í skólastofum.