Myndir frá Danmark
Eins og alþjóð veit skrapp Keflavíkurliðið til Danmerkur í síðustu viku og lék þar við FC Midtjylland í Evrópukeppni félagsliða. Þrátt fyrir hetjulega frammistöðu okkar manna vann danska liðið nauman sigur og komst í næstu umferð með því að skora einu marki fleira á útivelli en Keflavík. Jón Örvar Arason, hirðljósmyndari knattspyrnudeildar, var með í för og tók að sjálfsögðu myndir af öllu sem hreyfðist. Við komum með vegleg myndasöfn úr ferðinni á næstu dögum en þangað til koma hér nokkrar myndir frá Danmörku.
Markmennirnir Bjarki og Símon.
Kristján með orðið á fundi fyrir leik.
Baldur búinn að skora og félagaranir ánægðir með strákinn.
Þó nokkur hópur Íslendinga var á leiknum og studdi vel við bakið á okkar liði.