Myndir frá Herrakvöldi
Herrakvöld Knattspyrnudeildar var haldið í Stapa á dögunum og tókst vel. Fjöldi karla mætti á svæðið og skemmti sér konunglega enda voru veitingar og skemmtiatriði ekki af verri endanum. Nú eru myndir frá kvöldinu komnar inn og má skoða þær hér. Það er aldrei að vita nema fleiri myndir bætist við næstu daga. Við bendum á að yfirlit yfir myndasíður á síðunni má finna undir „Myndir“ hér efst á síðunni.
Myndir: Jón Örvar Arason