Myndir frá Herrakvöldi!
Þegar verið var að undirbúa að koma inn á síðuna myndum frá Lúxemborg fundum við í fórum okkar nokkrar myndir frá Herrakvöldi Knattspyrnudeildar sem ekki birtust á síðunni á sínum tíma. Þó nokkuð sé um liðið fannst okkur ástæða til að setja myndirnar hér inn enda var Herrakvöldið einstaklega vel heppnað að þessu sinni. Þar var fjölmennt og góðmennt; m.a. mátti sjá þar marga af öflugustu stuðningsmönnum og styrktaraðilum félagsins en einnig margar gamlar fótboltakempur, sumar komnar langt að. Eins og sjá má á myndunum skemmtu menn sér konunglega enda boðið upp á frábæra dagskrá og gott tækifæri gafst til að rifja upp gömul kynni.
Myndir: Jón Örvar Arason