Fréttir

Knattspyrna | 27. maí 2010

Myndir frá leikjum sumarsins

Eins og undanfarin ár munum við gera okkar besta til að birta myndir frá leikjum Keflavíkur hér á síðunni.  Sem fyrr eru það hjónakornin Eygló Eyjólfsdóttir og Jón Örvar Arason, liðsstjóri okkar, sem bera hitann og þungann við myndatökurnar.  Nú eru komnar myndir frá fyrstu leikjunum sumarsins en Eygló var þar á fleygiferð með myndavélina á lofti.  Hægt er að sjá yfirlit yfir myndasöfnin með því að velja Myndagallerí í listanum vinstra megin á síðunni.