Fréttir

Knattspyrna | 21. maí 2006

Myndir frá leiknum

Hér eru nokkrar myndir sem hirðljósmyndarinn okkar hann Jón Örvar tók.  Ég hef átt í smá tæknilegum vandamálum við að koma myndunum inn en þetta ætti að vera komið.  Ástæðan fyrir tæknilegum vandamálum er að heilinn og hjartað á bakvið þessa heimasíðu hann Guðmann brá sér burt af landinu og mun ég því reyna að leysa hann af næstu daga.  Sem betur fer er hann væntanlegur fljótlega og kemst þá allt í gott lag á ný.

Njótið vel.

Rúnar I. Hannah

 

"haha, það er bara ein rönd á búningnum þínum"

Jónas maður leiksins samkvæmt Fréttablaðinu enda sívinnandi allan leikinn.

"óþekkur strákur, Simun!"

Þetta tekur á.

"Gummi, ég er að pæla í að taka dómaraprófið, hvernig er þetta hjá mér ef ég væri að gefa spjald?"

 

"Stebbi hvar læturu klippa þig? það er kominn tími á mig"

"Finnst ykkur að ég þurfi að raka á mér leggina?"