Fréttir

Knattspyrna | 19. júlí 2005

Myndir frá Lux

Eins og stuðningsmenn Keflavíkur vita fór meistaraflokkur karla í þó nokkra frægðarför til Lúxemborg á dögunum.  Þar vannst góður sigur á liði FC Etzella þar sem Keflavíkurliðið og Hörður nokkur Sveinsson brutu mörg blöð í þátttöku íslenskra liði í Evrópukeppnum.  Jón Örvar Arason, markmannsþjálfari og áhugaljósmyndari, var að sjálfsögðu með myndavélina á lofti í ferðinni og kom heim klyfjaður myndum frá ferðalaginu og leiknum.  Myndirnar eru reyndar svo margar að ekki er von á þeim inn á síðuna fyrr en um helgina.  Þá má reikna með rúmlega 150 mynda seríu frá ferðinni, þ.e. ef aðstandendur síðunnar standa sig í stykkinu og koma myndunum inn heilum á húfi.  Hér koma þær fyrstu til að koma fólki á bragðið.  Á efri myndinni er byrjunarlið Keflavíkur í leiknum en á þeirri neðri er áðurnefndur Hörður að skora annað markið í leiknum.