Fréttir

Knattspyrna | 26. júlí 2005

Myndir frá Lúxemborgarferðinni

Eins og flestum ætti að vera í fersku minni fór meistaraflokkur karla nýlega í eftirminnilegt ferðalag til Luxemborg.  Þar gerðu strákarnir góða hluti og unnu 4-0 sigur á FC Etzella í Evrópukeppni félagsliða.  Seinni leikur liðanna fer fram á Laugardalsvelli á fimmtudaginn og hefst kl. 19:15.  Við hvetjum fólk til að mæta á leikinn og vekjum athygli á því að aðgangur er ókeypis.  Til að hita upp fyrir leikinn birtum við syrpu með myndum frá Lúxemborgarferðinni sem Jón Örvar Arason tók af leiknum úti, æfingum í 35 stiga hit auk fallegra mynda af umhverfinu í Lúx sem stendur vel fyrir sínu.