MYNDIR: Frábær bikarsigur í Laugardalnum
Keflavík tryggði sér þátttöku í úrslitaleik VISA-bikarsins með glæsilegum sigri á sterku Víkingsliði í undanúrslitum á Laugardalsvelli. Lokatölurnar 4-0 og nú bíður úrslitaleikur 30. september. Það var ekki síst frábær stuðningur fjölmargra áhorfenda sem átti stóran þátt í sigrinum. Hér fylgja nokkrar myndir sem Eygló Eyjólfsdóttir tók í Laugardalnum.
Keflvíkingar mættir til leiks utan vallar...
...og innan.
Hallgrímur búinn að ganga frá auglýsingaskilti.
Staðan orðin 1-0. En hver skoraði eiginlega?
Jú, það var Jónas Guðni Sævarsson!
„Strákar, ég var að eignast bílinn hans Kidda Guðbrands!“
Keflvískir áhorfendur nokkuð sáttur.
Fyrirliðinn átti stórleik og skoraði tvö mörk.
Rauða ljónið í skallaeinvígi.
Ómar átti fínan leik og sýnir hér fimi sína.
Þórarinn kominn upp kantinn og gefur hárnákvæma sendingu fyrir...
...og Guðmundur er á réttum stað og setur boltann í markið.
Vel fagnað.
Símun kominn í gegn og markmaðurinn um það bil að brjóta á honum.
Símun ræðir við eina manninn á vellinum sem sá ekki brotið.
Þórarinn sloppinn í gegn og setur boltann framhjá Ingvari.
Og enn ástæða til að fagna.
Og líka í stúkunni.
Branko sloppinn í gegn og Guðmundur fylgir á eftir.
Yfirvegaður, leikur á varnarmanninn og staðan orðin 4-0.
Svona á að gera þetta.
Ánægjulegt.
Þakkað fyrir frábæran stuðning.
Svona þjónustu fá aðeins markaskorarar. Haddi aðstoðar Jónas.