Fréttir

Knattspyrna | 21. júlí 2007

MYNDIR: Frábær endurkoma gegn Midtjylland

Það er óhætt að segja að Keflavíkurliðið hafi unnið einn fræknasta sigurinn í sögu félagsins þegar liðið vann danska liðið FC Mydtjylland í Evrópukeppni félagsliða.  Eftir að hafa lent tveimur mörkum undir í upphafi leiksins sýndu okkar menn mikla baráttu með því að snúa leiknum sér í hag og sigra 3-2.  Hér kemur skemmtileg myndasyrpa frá leiknum en það eru hjónakornin Eygló Eyjólfsdóttir og Jón Örvar Arason sem eiga heiðurinn af henni.


Liðin ganga til leiks.


Byrjunarlið Keflavíkur.


Æ, æ, æ.  Tíu mínútur búnar og aukaspyrna frá Dadu endar í netinu.


Danirnir áttu í vandræðum með Símun.


Gott færi en Hallgrímur skýtur rétt framhjá.


Hallgrímur steinliggur og víti dæmt.


Gummi tilbúinn.


Markmaðurinn ver...


...en Gummi fylgir á eftir og skorar.


Svo er bara að halda áfram.


Ómar var öruggur allan leikinn og hirðir þennan örugglega.


Símun æðir inn í teig og gefur fyrir...


...og Tóti kemur boltanum einhvern veginn í markið.


Jöfnunarmarkinu fagnað.


Gummi búinn að stilla upp fyrir aukaspyrnu.


Markmaðurinn sá við þessu.


PUMA-sveitin öflug að vanda.


Jákvæðir og bjartsýnir.


Boltinn í markinu eftir þrumuskot frá Símun.


Það má alveg fagna þessu!


Ánægðir með þetta.


Og enn er fagnað!


Ánægjuleg sjón; Jónas mættur á svæðið.


Ómar enn á sínum stað.


Álfrún Marta skemmti sér vel.


Mete á fleygiferð.


„Viltu börur, vinur?“


Búið að flauta og sigrinum fagnað.


Eintóm gleði og hamingja.


Liðið þakkar stuðninginn.


Stuð!


Jón Örvar og Kristján ánægðir með árangurinn.


Og þessir voru ekki síður ánægðir.