Fréttir

Knattspyrna | 18. júní 2006

MYNDIR: Frábær sigur í Toto

Keflavíkurliðið fór á kostum á þjóðhátíðardaginn þegar það sigraði Dungannon Swifts frá Norður-Írlandi í InterToto-keppninni.  Lokatölurnar urðu 4-1 og var sá sigur síst of stór miðað við gang leiksins.  Seinni leikur liðanna er þó eftir og það má ekki gleyma því að okkar menn þurfa að klára hann.  Hér koma nokkrar myndir sem hjónakornir Eygló Eyjólfsdóttir og Jón Örvar Arason tóku á Keflavíkurvelli.


Gengið til leiks.


Byrjunarliðið tilbúið í slaginn.


Maggi kominn í fluggírinn.


Ein af mörgum sóknum að marki gestanna.


Boltinn í netinu og Símun búinn að skora.


Og fagnað.


Baldur liggur í valnum eftir eina af mörgum hörðum tæklingum.


Ómar var öruggur í leiknum.


Jónas í baráttunni og Mete við öllu búinn.


Bói skýtur hárfínt framhjá eftir frábæra sókn.


Þessi á góðar minningar úr Evrópukeppni.  Hörður mættur í Keflavík.


Nokkrar léttar æfingar...


Jónas átti stórleik á miðjunni.


Gummi búinn að setj´ann og staðan orðin 2-0.


Og alveg ástæða til að fagna...


Víti og Gummi klikkaði ekki.


Jónas bara ánægður með fyrirliðann.


Enn eitt hnjaskið. Aumingja dómarinn  hafði í nógu að snúast.


Maggi sloppinn í gegn, 4-0!



Jónas er alltaf fyrstur á staðinn, líka til að fagna mörkunum.


Stefán kom inná í seinni hálfleik.


Ánægðir með vel unnið dagsverk.


Takk fyrir okkur.


Kallinn ánægður.


Írarnir voru ekkert að svekkja sig
.