MYNDIR: Frækinn sigur hjá stelpunum
Meistaraflokkur kvenna vann góðan sigur á liði KR á Keflavíkurvelli á þriðjudaginn. Þessi sigur var sögulegur að því leyti að þetta var í fyrsta skipti í sumar sem stúlkurnar sigra lið sem er fyrir ofan þær í Landsbankadeildinni. Stelpurnar hafa þó leikið vel gegn efstu liðunum og m.a. tapað naumlega fyrir toppliði Breiðabliks í báðum leikjum liðanna í sumar. Það er því ánægjulegt að vinna loks sigur og athyglisvert að liðið hefur verið að eflast þrátt fyrir að hafa mátt þola mótlæti eins og meiðsli lykilleikmanna.
Myndir: Jón Örvar Arason

Ágústa, Hrefna og Hjördís við öllu búnar.

Þjálfarinn til taks á línunni.

Barátta og bleyta einkenndu leikinn.

Lilja Íris skorar og 1-0 á töflunni breytist í 2-0.

Fimm á móti einni.

Þröngt á þingi.

Hrefna skorar úr víti fyrir KR.

Lilja átti enn einn stórleikinn og skoraði bæði mörkin.
Myndin er reyndar frá því fyrr í sumar.
