Fréttir

Knattspyrna | 4. júní 2008

MYNDIR: Fyrsta tapið kom gegn sprækum Þrótturum

Eftir góða byrjun og fjóra sigurleiki í Landsbankadeildinni tapaði Keflavík fyrir Þrótti þegar liðin mættust á Valbjarnarvelli í Laugardalnum.  Lokatölur urðu 3-2 í fjörugum leik.  Ekki þýðir að gráta tapið enda stutt í næsta leik þegar KR kemur í heimsókn á Sparisjóðsvöllinn næsta sunnudag.  Myndirnar tók Eygló Eyjólfsdóttir í Laugardalnum.


Patrik að sleppa inn fyrir.


En Bjarki Freyr bjargar örugglega.


Guðjón skorar að harðfylgi og jafnar.


Boltinn í netinu og ástæða til að fagna.


Bói skorar og minnkar muninn undir lokin.


Gummi liggur í valnum eftir hressilega tveggja fóta tæklingu.


Sótt að marki heimamanna en Bjarki ver vel.


Bói fékk rauða spjaldið undir lokin.