Fréttir

Knattspyrna | 11. ágúst 2006

MYNDIR: Glæsimörk og umdeild atvik í Vesturbænum

Það var fjörugur leikur í Vesturbænum þegar KR og Keflavík mættust í 13. umferð Landsbankadeildarinnar enda er það vaninn þegar þessi lið mætast.  Glæsileg mörk á báða bóga, umdeild atvik og barátta gladdi áhorfendur í Frostaskjólinu en að lokum sættust liðin á skiptan hlut.  Hér koma nokkrar myndir sem Eygló Eyjólfsdóttir tók á leiknum.


Hólmar Örn í startholunum og Jónas, Branko og Símun við öllu búnir.


Ómar kominn í fluggírinn en boltinn smýgur framhjá stönginni.


Hallgrímur átti góðan leik í miðverðinum.


Guðmundur kominn í færi eftir frábæra sendingu frá Jónasi.


Hnitmiðað skot í fjærhornið og staðan orðin 1-0.


Og fagnað.


Ómar tekur þennan örugglega.


Garðar dómari í ham og Magnús hissa á spjaldinu.


Kurteislegar óskir um skýringar á spjaldinu.  En hvar er Bói með hendurnar!?


Bói með glæsitilþrif og aðrir fylgjast með fullir aðdáunar.


Guðjón leggur sig allan fram eins og venjulega.


Enn sótt að marki KR-inga.


„Hvað eigum við að gera við þetta fríspark?“


„Ætli ég setji hann ekki bara yfir vegginn.“


„Já, einmitt þarna!“


Jöfnunarmarkinu vel fagnað, innan vallar sem utan.


„Hefðum við ekki átt að taka öll stigin?“


Þakkað fyrir góðan stuðning.