Fréttir

Knattspyrna | 13. september 2005

MYNDIR: Góður heimasigur gegn Fram

Eftir langa bið sáu áhorfendur á Keflavíkurvelli loksins Keflavíkursigur þegar Framarar komu í heimsókn í síðasta heimaleik sumarsins.  Sigurinn var sanngjarn og í 11. skiptið í röð tókst Fram ekki að sigra í Keflavík en það gerðist síðast árið 1989.  Úrslit leiksins þýða að bæði lið verða enn í baráttu í síðustu umferðinni; Framarar berjast fyrir sæti sínu í efstu deild en okkar menn berjast um 3ja sætið.  Hér koma svo myndir sem Eygló Eyjólfsdóttir tók á leiknum.


Hörður og Þórhallur Dan.


Hörður skorar fyrsta markið eftir nokkurra mínútna leik.


Og fagnar hressilega.  Eggert ekki eins hress.


Okkar menn fagna góðri byrjun.


Fyrirliðinn sækir á Framvörnina einn síns liðs.


Ein af mörgum hornspyrnum að Frammarkinu...


...Mete skallar...


... en Gunnar ver glæsilega, einu sinni sem oftar.


Framarar enn í nauðvörn.


Issa steinliggur og þurfti að yfirgefa völlinn en hresstist fljótlega.


Gummi bætir öðru markinu við.


...og fagna!


Smá eltingarleikur.


Búnir að ná honum.


Hörður stýrir fagnaðarlátunum.


Eintóm hamingja.


Ómar var öruggur.


Baldur kominn hátt á loft.


Gunnar bjargar á síðustu stundu.


Og ver svo glæsilega skalla sem stefndi í bláhornið.


Gunnar enn á fleygiferð og Framarar bjarga.


Einar Orri lék sinn fyrsta leik og stóð sig með prýði.


Baldur skallar rétt framhjá.


Mete var öflugur í vörninni.


Svíþjóð vs. Danmörk og Kenneth hafði betur en Bo í þessum leik.


Keflavíkurliðið þakkar stuðningsmönnum fyrir stuðninginn.


Baldur, Ómar og Kenneth ánægðir í leikslok
.