Fréttir

Knattspyrna | 10. júlí 2009

MYNDIR: Góður leikur gegn Maltverjum

Þátttöku okkar í Evrópukeppninni er lokið þetta árið eftir jafntefli gegn Valletta frá Möltu á Sparisjóðsvellinum.  Okkar lið átti prýðisgóðan leik og hefði með smáheppni getað farið með sigur af hólmi.  Úrslitin í viðureigninni réðust í raun í fyrri leiknum ytra þar þar sem heimamenn unnu með þriggja marka mun.  Eygló Eyjólfsdóttir var mætt á völlinn og hér fylgir skemmtileg myndasyrpa frá henni.



Liðin ganga til leiks.


Byrjunarlið Keflavíkur í fylgd ungra knattspyrnumanna.


Fyrirliðarnir og dómarakvartettinn frá Wales.


Steini formaður og forseti Valletta heilsuðu upp á leikmenn.


Og það gerði Árni bæjarstjóri líka.


Haukur Ingi með fyrirgjöf...


...en markmaðurinn ver skallann frá Alen.


Tveir góðir, Johan Jordi og Jón Gunnar.


Umgjörðin var flott að vanda.


Einar Orri var í baráttunni.


Hobbittarnir frumfluttu nýtt stuðningslag í hálfleik.


Jón Gunnar í dauðafæri en ekki vildi tuðran inn.


Maggi var sprækur.


Hörkuskot frá Jóni í samskeytin og búið að jafna.


Enginn nær frísparkinu frá Jóa og boltinn endar bara í markinu.


Jói og Alen fagna markinu og forystunni.


Bjarni, Alen og Guðjón með Den Ouden í gjörgæslu.


Smá utandagskrárumræður...


Strákarnir þurftu ekki að kvarta yfir stuðningnum frekar en venjulega.


Tvær kempur, Jordi og Jón Örvar í leikslok.