MYNDIR: Góður sigur og sætið tryggt
Það vantaði ekki spennuna á Nettó-vellinum þegar Keflavík og Þór mættust þar í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar þetta sumarið. Enda var mikið í húfi, sæti í deildinni að ári. Svo fór að okkar menn unnu 2-1 sigur og tryggðu sér áframhaldandi veru í efstu deild en úrslit annarra leikja þýddu að það varð hlutskipti Þórsara að falla. Eygló Eyjólfsdóttir var á vellinum með myndavélina og veglegt myndasafn úr leiknum er komið í myndagalleríið.

Fagnað í leikslok.

Magnús Sverrir skorar fyrra markið eftir snjallan undirbúning Guðmundar.

Jóhann Birnir kemur Keflavík í 2-0 eftir sendingu frá Hilmari.

Ánægja að leikslokum.
