MYNDIR: Góður útisigur í Laugardalnum
Keflavíkurliðið er nú í 3. sæti Landsbankadeildarinnar eftir hörkusigur á Frömurum á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Leiknum lauk með 3-2 sigri okkar manna þar sem Stefán, Hólmar Örn og Hörður skoruðu þrjú góð mörk eftir að heimamenn höfðu komust yfir. Framarar minnkuðu svo muninn á síðustu mínútunni. Keflavík er nú með 14 stig í 3. sæti eftir 8 leiki. Hér koma myndir sem Eygló Eyjólfsdóttir tók í Laugardalnum.
Gunnar Hilmar sterkur í loftinu.
Mikki og Rikki Daða.
Svekkjandi sjálfsmark.
Ómar handsamar knöttinn örugglega.
Markvörður Fram ver vel frá Herði.
Stefán Örn á auðum sjó og...
... skorar með góðu skoti.
Jöfnunarmarki Stefáns fagnað.
Fyrirliðinn flottur í rauðu.
Hólmar Örn skorar glæsilegt mark og kemur Keflavík yfir 2-1.
Og aðeins 19 sekúndur liðnar af seinni hálfleik.
Markinu hans Hólmars fagnað enda ástæða til.
Skytturnar þrjár.
Gestur fékk gult spjald og ræðir það við dómarann, Eyjólf Magnús Kristinsson,
sem var að dæma sinn fyrsta leik í efstu deild.
Ómar átti góðan leik og hér sýnir hann vald sitt í teignum.
Hörður skorar glæsilegt skallamark eftir frábæra sendingu frá Gumma.
Staðan orðin 3-1 fyrir Keflavík.
Markinu var fagnað á viðeigandi hátt.
Stuðningsmönnum þakkað fyrir í leikslok.
Jón Örvar og Kristján þjálfari fagna góðum sigri.