MYNDIR: Góður útisigur og allt í járnum á toppnum
Enn er allt í járnum á toppi Landsbankadeildarinnar eftir sigur okkar manna á Fjölni um helgina. Á sama tíma vann FH góðan sigur og því munar enn fimm stigum á liðunum auk þess sem FH-ingar eiga einn leik til góða. Sigurinn gegn Fjölni var naumur en okkar menn sýndu mikinn styrk með því að sigra eftir að hafa lent undir á erfiðum útivelli. Gunnar Már Guðmundsson kom heimamönnum yfir en Guðmundur Steinars jafnaði með 15. marki sínu í deildinni. Það var svo Jóhann Birnir sem skoraði sigurmarkið í seinni hálfleik og skoraði þar með í öðrum leiknum í röð. Næsti leikur Keflavíkur er svo strax á miðvikudaginn þegar Blikar koma í heimsókn á Sparisjóðsvöllinn. Leikurinn hefst á fremur ókristilegum tíma eða kl. 17:15 en vonandi lætur enginn það á sig fá.
Eygló Eyjólfsdóttir var mætt í Grafarvoginn þrátt fyrir leiðindaveður og smellti af nokkum myndum við erfiðar aðstæður.
Sótt að marki Fjölnismanna.
Jói sækir en ekki gekk það í þetta sinn.
Maggi rétt missti af þessum.
Gummi búinn að skora...
...og því var vel fagnað.
Jói setur hann örugglega og tryggir sigurinn.
Sigurmarkinu fagnað.
Fagnað í leikslok og þjálfarinn setur upp skondinn svip.
Eintóm gleði í leikslok, innan vallar sem utan.
Kristján þakkar stuðningsmönnunum.
Kristján og Rajko fagna með tilþrifum.