MYNDIR: Grannaslagurinn!
Það var fjör þegar Suðurnesjaliðin Keflavík og Grindavík mættust í Landsbankadeildinni. Að þessu sinni höfðu okkar menn mun betur og unnu sanngjarnan sigur. Hér koma myndir frá leiknum sem Eygló Eyjólfsdóttir tók í blíðunni á Keflavíkurvelli.
Baráttan strax byrjuð.
Baldur mundar skotfótinn...
...en Colin Stewart ver glæsilega, einu sinni sem oftar.
Ekkert gefið eftir og Ólafur dómari fylgist vel með.
Baldur kominn í dauðafæri...
...en Dakinah bjargar í síðustu stundu.
Guðmundur fyrirliði átti stórleik.
Enn hætta við Grindavíkurmarkið.
Guðmundur tekur horn...
...og Þórarinn stekkur hæst í teignum...
...boltinn í markinu, markmaðurinn í loftinu og Tóti í skýjunum.
Og fagnar þessu vel! Símun líka nokkuð sáttur.
Alveg ástæða til að fagna svona tilþrifum.
„Á að kyssa á bágtið?“ Tóti eitthvað aumur.
Það er enginn nágrannaleikur án nokkurra brota...
Varnartröllin Guðmundur og Kenneth í vinnunni.
Baldur kominn í gegn...
...og rennir á Stefán sem setur hann örugglega.
Áhorfendur ganga af göflunum og rétt glittir í Stebba og boltann í netinu.
Góður!
Stuðningsmenn ánægðir með gang mála og þessi þar á meðal.