Fréttir

Knattspyrna | 1. júlí 2005

MYNDIR: Harður nágrannaslagur

Það var hart barist á Keflavíkurvelli þegar Suðurnesjaliðin Keflavík og Grindavík mættust í Landsbankadeildinni.  Þrátt fyrir leiðindaveður skemmtu áhorfendur sér vel á hörkuleik þar sem harkan bar reyndar knattspyrnuna ofurliði á köflum.    Boðið var upp á tónlist fyrir leikinn og síðan tók baráttan við eins og sjá má á þessum myndum sem Eygló Eyjólfsdóttir tók.


Breiðbandið hitaði upp fyrir leik.


Og svo bættist Puma-sveitin í hópinn.


Hætta við mark Keflavíkur.


Guðjón í baráttu við Magnús Sverri.


Boban markvörður Grindvíkinga átti góðan leik.


Mark í uppsiglingu.  Stefán með boltann...


Sendir á Hödda...


...og Höddi skorar með góðu skoti.


...og fagnar með tilþrifum.


Stefán fagnar með Hödda.


Tveir góðir, þeir Guðjón og Kekic.


Baldur var sterkur í vörninni.


Eysteinn og Mikki voru góðir að vanda.


Stefán og Eysteinn.


Branko og Baldur með Kekic í gíslingu.


Kiddi dómari stóð í ströngu.


Branko fékk að finna fyrir því.


Grindvíkingar á léttu spjalli við dómarann.


Óðinn fær rauða spjaldið fyrir gróft brot.


Boban ver vítið frá Gumma.