MYNDIR: Heimasigur í bikarnum
Keflavíkurliðið er komið í 16 liða úrslit VISA-bikarsins eftir sigur á Stjörnunni á Sparisjóðsvellinum. Lokatölur urðu 2-1 í frekar daufum leik og annan leikinn í röð var það sjálfsmark andstæðinganna sem tryggði okkur sigur. Magnús Þorsteinsson kom Keflavík yfir með glæsilegu marki á 32. mínútu og stuttu seinna skoruðu gestirnir sjálfsmark. Á lokamínútum leiksins minnkaði Ellert Hreinsson muninn með fallegu marki. Keflavík verður því í pottinum þegar dregið verður í 16 liða úrslitin á mánudaginn.
Hér koma nokkrar myndir sem Eygló Eyjólfsdóttir tók á leiknum.
Glæsilegur hópur.
Patrik kominn í baráttuna.
Ómar sér um þetta.
Guðjón í ágætis færi.
Boltinn á leiðinni í markið eftir glæsiskot frá Magga.
Sem fagnar vel.
Fyrirliðinn ánægður með markaskorarann.
Stjörnumenn setja boltann í eigið mark eftir góða sókn.
Eins og skáldið orti: „Hér stöndum við með stjarfa hönd á pung.“
Einar Orri í kröppum dansi.
Patrik sloppinn einn í gegn...
...en þrumar í slána og yfir.