Fréttir

Knattspyrna | 16. júlí 2008

MYNDIR: Í toppsætinu eftir hálfnað mót

Keflavík tyllti sér í toppsætið í Landsbankadeildinni með góðum útisigri á Fram og er því á toppnum þegar deildin er hálfnuð.  Þórarinn Kristjánsson kom inn á sem varamaður og tryggði sigurinn með tveimur mörkum undir lok leiksins.  Eygló Eyjólfsdóttir var í Laugardalnum og hér kemur myndasyrpa hennar frá leiknum.  Við vekjum sérstaka athygli á stórskemmtilegri mynd af fyrra marki Keflavíkur.


Guðjón kominn í sóknina og gefur fyrir.


Kenneth í færi en þessi straukst við stöngina.


Bói með hörkufríspark en Hannes ver með tilþrifum.


Þú ferð ekki neitt!


Framarar í nauðvörn og Auðun bjargar á línu.


Brotið á Tóta sem var nýkominn inn á.


Hvar er best að setj´ann?


Glæsilegt!  Tóti skorar úr aukaspyrnunni.  Auðun og Hannes varnarlausir.


Frábær sending frá Redo og Tóti skorar aftur.


Markinu fagnað.


Kærleikurinn blómstrar á bekknum.


Þakkað fyrir leikinn.


Og stuðningsmönnum þakkað fyrir.


Sænska mafían og Falur.