MYNDIR: Jafnt gegn Fylki í rokleik
Það var ekki beint fallegt haustveður í Keflavíkinni þegar Fylkismenn komu í heimsókn í 16. umferð Landsbankadeildarinnar. Rok, rigning, kuldi... Leikmenn liðanna og áhorfendur létu það ekki á sig fá og buðu upp á ágætan leik og góða stemmningu. Lokatölur urðu 1-1 og megum við vel við una eftir harða sókn gestanna á lokakafla leiksins. Að lokum var það Ómar markmaður sem bjargaði stiginu með því að verja víti á lokamínútunni. Hér koma nokkrar rigningarmyndir sem Eygló Eyjólfsdóttir náði á Keflavíkurvelli.
„Hárgreiðslustofa Jónasar“ býður upp á þennan leik.
Tóti og Fylkismenn fylgjast spenntir með boltanum.
Bíddu, var þessum ekki nógu kalt?
Hart sótt að marki gestanna.
Að binda skóþveng sinn...
Atgangur við Fylkismarkið...
...Kenneth þrumar fyrir markið...
...og Guðjón rekur eitthvað í boltann sem endar í netinu.
Gleðin skín úr hverju andliti.
Markaskoraranum fagnað.
„Jónas skoraði um daginn, Gauji skoraði núna. Kannski skora ég í næsta leik?“ „Nei.“
Halda haus, strákar.
„Gult spjald á mig? Er þetta ekki einhver misskilningur?“
Menn létu veðrið ekki draga úr baráttuandanum.
Fyrrverandi og núverandi. Haukur og Mete áttu báðir góðan leik.
Maggi lætur vaða á mannfjöldann í teignum.
Haukurinn liggur í valnum og dómarinn bendir á punktinn.
Sævar Þór stillir boltanum upp...
...en Ómar bjargar stiginu með glæsibrag.
Kaldir og blautir en þakka fyrir stuðninginn.