MYNDIR: Jafnt gegn Íslandsmeisturunum
Keflavík er með eins stigs forystu á toppi Landsbankadeildarinnar eftir 1-1 jafntefli gegn Valsmönnum á Vodafone-vellinum í 12. umferð deildarinnar. Jafntefli á útivelli gegn Íslandsmeisturunum verða að teljast góð úrslit en okkar menn geta nagað sig í handarbökin og jafnvel eitthvað fleira að hafa ekki landað sigri. Það var Hólmar Örn sem kom okkur yfir um miðjan fyrir hálfleik með stórglæsilegu marki en Helgi Sigurðsson jafnaði um tíu mínútum fyrir leikslok. Leikurinn var hin besta skemmtun fyrir fjölmarga áhorfendur enda veður og aðstæður allar eins og best verður á kosið og tvö góð knattspyrnuleik að leika góðan bolta. Eygló Eyjólfsdóttir tók þessar myndir í blíðunni að Hlíðarenda.
Patrik í baráttunni.
Brotið á Magga í teignum.
Kjartan ver vítið frekar auðveldlega.
Maggi prjónar sig í gegn...
...en setur boltann rétt framhjá.
Ómar var öruggur.
Bói búinn að sneiða boltann yfir Kjartan og í netið.
Ástæða til að fagna enda markið glæsilegt.
Maggi var sprækur og er hér í færi.
Maggi aftur í færi en þessi fer rétt framhjá.
Símun kominn í gott skotfæri.
Hart sótt að marki heimamanna eins og svo oft í fyrri hálfleiknum.
Valsmenn og Garðar Örn ræða um litla og stóra vísinn.
Einar Orri sterkur í loftinu.
Kenneth og Guðjón með sameiginlega varnartilburði.
Gaui með Gumma í gíslingu.
Nokkrar vinsamlegar ábendingar í hita leiksins.
Símun og Sigurbjörn stíga léttan dans.
Pálmi Rafn fær það gula í sínum síðasta leik með Val.
Patrik í færi.
Kjartan ver vel frá Herði.
Ómar ákveðinn og kemur þessum í burtu.
Einar Orri var duglegur og gefst ekki upp gegn þremur Völsurum.
Barist fram á síðustu mínútu.
Síðasta færið og Einar Orri með skot í stöng. Það munaði bara...