MYNDIR: Jafnt gegn Vesturbæingum
Það er óhætt að segja að Keflavík og KR hafi bæði tapað dýrmætum stigum þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli í 10. umferð Landsbankadeildarinnar. Keflvíkingar misstu af gullnu tækifæri til að draga á topplið FH og KR-ingar töpuðu dýrmætum stigum í fallbaráttu deildarinnar. Liðin hljóta að stefna að því að gera betur í næsta leik en þangað til kemur hér myndasyrpa Eyglóar Eyjólfsdóttur frá leiknum á Keflavíkurvelli.
Baldur í dauðafæri en Stefán Logi ver snilldarlega.
Baldur enn á ferðinni eftir hornspyrnu.
Skalli í slána og gestirnir sleppu með skrekkinn.
Ómar tilbúinn í slaginn og ver vel.
Það vantaði ekki baráttuna frekar en í aðra leiki þessara liða.
Ómar fær sér vatn meðan Rúnar undirbýr vítið.
Ómar ver og miðað við rykið hefur ekki veitt af vatnssopanum.
Og svo er bara að koma tuðrunni í burtu.
Ómar enn í aksjón.
Fylgjast vel með þessum, strákar.
Keflavík enn að verjast.
Hasar við markið.
Sótt að marki KR-inga.
Háloftaeinvígi!
Það hefðu varla komist fleiri á þessa mynd.
Keflavík í sókn...
Símun ákveður að skjóta bara á markið...
...og þessi endar í netinu.
Færeyskir þjóðdansar á Keflavíkurvelli.
Markinu fagnað en Adam var ekki lengi í Paradís frekar en stundum áður.
Hasar í lokin en ekkert gengur.