Fréttir

Knattspyrna | 26. ágúst 2008

MYNDIR: Jafnt í Vesturbænum

Keflavík heldur enn tveggja stiga forystu á toppi Landsbankadeildarinnar eftir 2-2 jafntefli við KR.  Það voru heimamenn í KR sem náðu forystunni í leiknum og jöfnuðu svo aftur undir lokin.  Í millitíðinni hafði Guðmundur Steinars jafnað og Jón Gunnar komið okkur yfir.  Eftir leikinn er Keflavík í efsta sætinu með 37 stig en KR-ingar í 6. sæti með 26 stig.  Næsti leikur er nágrannaslagur gegn Grindvíkingum sunnudaginn 31. ágúst.  Leikurinn fer fram á Sparisjóðsvellinum og hefst kl. 18:00.

Hirðljósmyndarinn Eygló Eyjólfsdóttir er aftur mætt til leiks eftir verðskuldað sumarfrí og smellti af nokkrum myndum í Frostaskjólinu.


Keflvíkingar heilsast fyrir leik.


Jóhann Birnir í baráttunni.


Símun í þokkalegu færi.


Bói og Guðjón í kröppum dansi.


Hans fékk fyrir ferðina og þurfti að fara út af í seinni háfleik.


Gummi með hörkuskot í stöngina.


Mark í uppsiglingu hjá KR-ingum...


Þarf ekki að passa þennan betur?


Jói prjónar sig í gegn...


...og liggur í teignum.  Ekkert dæmt í þetta sinn.


Gummi jafnar og er aftur orðinn markahæstur...


Markinu fagnað.  Aðstoðardómarinn líka með.


Gummi stekkur upp með Stefáni...


...og Jón Gunnar fylgir á eftir og skorar.


Markinu fagnað.


Jón Gunnar átti frábæra endurkomu eftir erfið meiðsli í sumar.


Smá uppákoma í leikslok...


Strákarnir þakka fyrir sig.